Anastasía Ást Boyko-ValgeirsdóttirStúlkan fékk formlega nafnið sitt tilkynnt þann 8. september. 2012.
Anastasía: Eiginnafn og kvenmanns nafn sem fengið er frá gríska nafninu Anastasius/Anastasios sem þýðir "upprisa." Frægur nafnberi þess nafns er yngsta dóttir Nikulás II Rússakeisari,sem var síðasti leiðtogi Rússneska keisaradæmisins, og var talið að að hún hafi verið sú eina í fjölskyldunni sem hafi náð að flýja aflífun 1918. En þess má geta að Nikulás II var af hreinræktuðu konungakyni, í föðurætt af Romanov-ættarinnar og afi hans var Kristján IX Danakonungur.
Ást: Millinafn og Sigmund Freud sagði: "Án ástar, ekkert líf". Þessi foreldra-ástarhvöt okkar er óeigingjörn og lætur eigin hag víkja fyrir framtíð okkar barns og velferð.
Boyko-Valgeirsdóttir: Boyko er eftirnafn fjölskyldu Anastasíu í Rússlandi og var ákveðið að halda báðum nöfnum þannig að í framtíðinni getur Anastasía valið sjálf að kalla sig Anastasísa Ást Boyko, Anastasía Ást Valgeirsdóttir nú eða Anastasía Ást Boyko-Valgeirsdóttir. Þetta vildi faðir hennar, Valgeir Ólafsson, sérstaklega.
|